Bandaríska þingið á leik 14. júlí 2006 07:15 Trufluðu fund þingnefndar Lögreglumenn spjalla við tvær konur sem mættu á fund dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á þriðjudag og drógu þar mótmælaspjöld upp úr pússi sínu. MYND/AP Bandaríska þingið á næsta skrefið í því að ákveða örlög fanganna í fangelsi bandaríska hersins í Guantanamo á Kúbu. Bandaríkjastjórn fór í vikunni fram á það að þingið samþykkti lög, sem gæfu möguleika á því að mál fanganna kæmu til kasta bandarískra dómara. Málið er þó umdeilt á þinginu og óvíst hver niðurstaðan verður. Sumir repúblikanar eru sammála demókrötum um að betra sé að fela venjulegum herdómstólum að dæma í málum fanganna. Áður höfðu verið skipaðar sérstakar dómnefndir á vegum hersins til þess að fjalla um hvert mál þangað til nú nýverið þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að það fyrirkomulag stangaðist bæði á við bandarísk lög og Genfarsáttmálana. Bandaríkjastjórn hefur túlkað dóm Hæstaréttar þannig, að hann nái ekki eingöngu til réttarhaldanna yfir föngunum heldur til meðferðar þeirra í fangelsinu líka. Þannig staðfesti talsmaður Bandaríkjastjórnar það á þriðjudag að fangarnir á Kúbu fengju öll réttindi sem Genfarsáttmálarnir veita. Þetta er veruleg stefnubreyting af hálfu Bandaríkjastjórnar, vegna þess að hún hefur staðið á því fastara en fótunum að fangarnir á Kúbu geti ekki talist hermenn í formlegum skilningi þess orðs, og eigi því ekki að neinu leyti að njóta réttarstöðu hermanna. Gordon England, sem er einn af aðstoðarvarnarmálaráðherrum Bandaríkjanna, sendi einnig í vikunni frá sér minnisblað þar sem hann tekur af allan vafa um það að bandaríska hernum beri að umgangast fangana eins og stríðsfanga, sem þýðir að óheimilt er að beita þá hvers konar auðmýkjandi meðferð. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði í gær þessari ákvörðun Bandaríkjastjórnar að veita föngunum á Kúbu réttarstöðu stríðsfanga samkvæmt Genfarsáttmálunum. George W. Bush Bandaríkjaforseti er nú staddur í Þýskalandi, þar sem hann er í heimsókn hjá Angelu Merkel kanslara. Hún hefur hvatt Bush til þess að loka fangabúðunum við Guantanamo sem fyrst. Erlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Sjá meira
Bandaríska þingið á næsta skrefið í því að ákveða örlög fanganna í fangelsi bandaríska hersins í Guantanamo á Kúbu. Bandaríkjastjórn fór í vikunni fram á það að þingið samþykkti lög, sem gæfu möguleika á því að mál fanganna kæmu til kasta bandarískra dómara. Málið er þó umdeilt á þinginu og óvíst hver niðurstaðan verður. Sumir repúblikanar eru sammála demókrötum um að betra sé að fela venjulegum herdómstólum að dæma í málum fanganna. Áður höfðu verið skipaðar sérstakar dómnefndir á vegum hersins til þess að fjalla um hvert mál þangað til nú nýverið þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að það fyrirkomulag stangaðist bæði á við bandarísk lög og Genfarsáttmálana. Bandaríkjastjórn hefur túlkað dóm Hæstaréttar þannig, að hann nái ekki eingöngu til réttarhaldanna yfir föngunum heldur til meðferðar þeirra í fangelsinu líka. Þannig staðfesti talsmaður Bandaríkjastjórnar það á þriðjudag að fangarnir á Kúbu fengju öll réttindi sem Genfarsáttmálarnir veita. Þetta er veruleg stefnubreyting af hálfu Bandaríkjastjórnar, vegna þess að hún hefur staðið á því fastara en fótunum að fangarnir á Kúbu geti ekki talist hermenn í formlegum skilningi þess orðs, og eigi því ekki að neinu leyti að njóta réttarstöðu hermanna. Gordon England, sem er einn af aðstoðarvarnarmálaráðherrum Bandaríkjanna, sendi einnig í vikunni frá sér minnisblað þar sem hann tekur af allan vafa um það að bandaríska hernum beri að umgangast fangana eins og stríðsfanga, sem þýðir að óheimilt er að beita þá hvers konar auðmýkjandi meðferð. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði í gær þessari ákvörðun Bandaríkjastjórnar að veita föngunum á Kúbu réttarstöðu stríðsfanga samkvæmt Genfarsáttmálunum. George W. Bush Bandaríkjaforseti er nú staddur í Þýskalandi, þar sem hann er í heimsókn hjá Angelu Merkel kanslara. Hún hefur hvatt Bush til þess að loka fangabúðunum við Guantanamo sem fyrst.
Erlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Sjá meira