Virðisaukaskattsvik hafa aldrei verið meiri í Bretlandi en nú um stundir en talið er að þau hafi numið 6,5 milljörðum punda, jafnvirði tæpra 220 milljarða íslenskra króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, að sögn breska tollastjóraembættisins.
Embættið segir svikahrappa flytja vörur til landsins frá öðrum Evrópulöndum, selja þær með álögðum virðisaukaskatti en hverfa síðan af vettvangi án þess að greiða skattinn til yfirvalda. Þá segir embættið vörur í mörgum tilfellum vera sagðar fluttar inn í landið og út úr því aftur en í hvert sinn sem vörur eru fluttar frá landinu fær innflytjandinn virðisaukaskattinn endurgreiddan frá yfirvöldum. Flestar vörurnar sem fluttar eru með þessum hætti litlir hlutur á borð við eru farsíma og íhluti fyrir tölvur.
Að sögn tollstjórayfirvalda breyta innflytjendur í svikastarfseminni sífellt um starfsaðferðir og því sé erfitt að hafa hendur í hári þeirra.