Innlent

Sjálfkjörið í stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka

Sjálfkjörið er í stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka og rann framboðsfrestur til stjórnarinnar út í gær. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að í framboði séu þeir Björgólfur Thor Björgólfsson, Birgir Már Ragnarsson, Eggert Magnússon, Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson. Í framboð til varastjórnar eru hinsvegar Eiríkur S. Jóhannsson, Heiðar Már Guðjónsson, Smári S. Sigurðsson, Þórunn Guðmundsdóttir og Baldur Örn Guðnason. Þar með er ljóst að ekki mun koma til átaka um hver skuli stjórna í fjárfestingabankanum á hlutahafafundi sem verður á miðvikudaginn næstkomandi. Verð hlutabréfa Straums-Burðaráss hefur lækkað um 9,4% frá því það reis í 19,1 meðan baráttan um stjórnartaumana í bankanum stóð sem hæst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×