Innlent

Býður sig fram í 2. sætið

Einar Már Sigurðarson, alþingismaður, býður sig fram í 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í prófkjöri flokksins sem fram fer seinna í mánuðinum.

Einar hefur setið á alþingi síðan árið 1999. Áður en hann tók sæti á alþingi hafði hann gegnt mörgum trúnaðarstörfum sat m.a. í bæjarstjórn Neskaupstaðar og var formaður bæjarráðs, þá hefur hann verið formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, Kennarasambands Austurlands og Skákasambands Austurlands.

Á alþingi situr hann í fjárlaga- og menntamálanefnd en hefur einnig setið í landbúnaðar-, samgöngu- og iðnaðarnefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×