Innlent

Kortavelta dróst saman í september

MYND/E.Ól.

Kortavelta í september nam 56,2 mö.kr. sem er um 3,3% minna en mánuðinn á undan. Í Hálf-fimm fréttum KB-banka segir að samdráttinn megi einkum rekja til minnkandi veltu í debetkortum en heildarvelta debetkorta hafi numið rúmum 30 milljörðum króna í september og hafi dregist saman um 9% milli mánaða. Heildarvelta kreditkorta hafi numið rúmum 20 milljörðum króna í september sem sé um 7% hækkun frá ágústmánuði.

Verulega hafi dregið úr vexti kortaveltu á undanförnum mánuðum en í september hafi samdráttur í kortaveltu verið um 4% að raunvirði miðað við sama tíma í fyrra.

Ef tekin sé saman heildarkortavelta í júlí, ágúst og september hafi hún dregist saman um 2,3% að raunvirði miðað við sama tíma í fyrra. Kortavelta gefi vísbendingu um þróun einkaneyslu. Í apíl, maí og júní á þessu ári hafi einkaneysla aukist um 4,9% að raunvirði miðað við sama tíma í fyrra en tölur um kortaveltu bendi til þess að enn frekar muni hægja á vexti einkaneyslunnar á 3. ársfjórðungi.

Í hagspá Greiningardeildar KB-banka sé gert ráð fyrir að einakneyslan muni vaxa að raunvirði um 4,7% á þessu ári en dragast saman árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×