Sport

Nistelrooy fyrir Diarra?

Mahamadou Diarra er eftirsóttur leikmaður
Mahamadou Diarra er eftirsóttur leikmaður NordicPhotos/GettyImages

Talsmaður franska stórliðsins Lyon segir að félagið hefði ekkert á móti því að krækja í Ruud van Nistelrooy í staðinn ef Manchester United hefði áhuga á að kaupa miðjumanninn sterka Mahamadou Diarra.

Vitað er að United hefur lengi haft Diarra í sigtinu eftir að Roy Keane fór frá félaginu, en Lyon heldur því fram að hann yrði aldrei falur fyrir minna en 25 milljónir punda og þykir einum stjórnarmanna félagsins kjörin hugmynd að hafa skipti á leikmönnunum.

"Lyon hefur sannarlega áhuga á Nistelrooy, en þó hafa engar formlegar viðræður farið fram um málið ennþá. Það yrði nokkuð flókið og erfitt mál ef United ætlaði sér að kaupa mann eins og Diarra, en ég held að leikmannaskipti gætu orðið til þess að greiða fyrir öllu saman ef bæði félögin hafa áhuga leikmönnunum sem um ræðir," sagði stjórnarmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×