Innlent

Segja Finn ekki vera lausn fyrir Framsókn

Mynd/GVA

Það væri heimskulegt fyrir Framsóknarflokkinn að gera Finn Ingólfsson að formanni, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna segir slíkan leik vondan fyrir Framsókn sem þegar hafi orð á sér fyrir að vera hagsmunaklíka, en ekki stjórnmálaflokkur.

Halldór Ásgrímsson hefur ákveðið að hætta sem formaður Framsóknarflokksins, eins og NFS greindi fyrst fjölmiðla frá í gær. Sem og að hann hafi þegar greint nánustu samstarfsmönnum sínum frá þessari ákvörðun, en þetta gerist í kjölfar slæmrar útreiðar flokksins í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum. Líklegt þykir að Halldór láti einnig af þingmennsku og hugsanlega ráðherradómi og hefur sterkur orðrómur verið um að Finnur Ingólfsson, fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins, og ráðherra taki við af honum, en breytingar urðu á högum Finns eftir að Exista keypti VÍS, þar sem Finnur var forstjóri. Þennan möguleika bar á góma í Fréttavikunni á NFS á tólfta tímanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×