Evran ekki lausn á hagstjórnarvanda 27. júlí 2006 07:30 Evrur í seðlabúntum Áframhaldandi flotgengisstefna eða upptaka evru eru þeir kostir sem koma fram í skýrslu Viðskiptaráðs. „Engin einföld lausn er til við þeim vandamálum sem steðja að íslensku efnahagslífi í dag,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Viðskiptaráð kynnti í gær skýrslu sína um hagstjórn og peningamálastefnu á Íslandi þar sem bent var á tvo kosti varðandi framtíðarskipan gengismála, áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar eða upptöku evru með inngöngu í myntbandalag Evrópusambandsins. „Við verðum að byrja á að leysa sjálf okkar hagstjórnarvanda og það er engin lausn að ætla sér í fljótræði að taka upp evru,“ segir Jón sem telur þó að upptaka evru geti orðið raunhæfur kostur í framtíðinni þegar vandamál íslenskrar hagstjórnar hafa verið leyst. Jón segir rétt sem komi fram í skýrslunni að ef litið sé á stjórnvöld og áhrifaaðila í hagstjórninni sem heild komi í ljós að samhæfingin hefur ekki verið nægileg. „Það er áfellisdómur á þá staðreynd að það eru teknar ýmsar umbótaákvarðanir á sama tímabili en frjálst þjóðfélag er alltaf ófyrirsjáanlegt. Við þurfum að gera ráð fyrir að umbætur og framfarir eigi sér stað og þær í sjálfu sér raska alltaf einhverju jafnvægi.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að til lengri tíma litið sé evran fýsilegri kostur heldur en flotgengisstefnan. „Ég held að íslenska krónan verði okkur erfið sem of óöruggur gjaldmiðill en evran gæti til lengri tíma litið hjálpað okkur við að viðhalda stöðugleika sem myndi laða að fleiri erlendar fjárfestingar. Menn myndu treysta gjaldmiðlinum sem þeir gera ekki núna enda eina erlenda fjárfestingin í dag í stóriðjunni.“ Ingibjörg segir þó nauðsynlegt að ná tökum á efnahagslífinu hér innanlands áður en menn fara að velta fyrir sér upptöku evru. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, segist tvímælalaust taka afstöðu með áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar. „En við verðum að verja gengið með viturlegri hagstjórn en við höfum búið við.“ Ögmundur segir vandlifað fyrir lítið opið hagkerfi með fljótandi gjaldmiðil. „Það getur orðið spekúlöntum og stórum fjárfestum að bráð en líka misviturri hagstjórn. Hvoru tveggja höfum við fengið að reyna og annað getum við allavega lagað með því að skipta um ríkisstjórn.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, er alfarið á móti upptöku á evru. „Ég vil viðhalda sjálfstæðum gjaldmiðli svo við getum haft sjálf einhver tök á efnahagsstjórninni. Ef við tökum upp evru þá erum við búin að missa þetta úr höndunum á okkur.“ Magnús efast um að meiri stöðugleiki náist með upptöku evru þar sem Íslendingar verði þá háðir utanaðkomandi hagsveiflum. „Ég myndi frekar vilja viðhalda þeirri flotgengisstefnu sem við höfum í dag en að sjálfsögðu þurfum við að sýna miklu meira vit í fjármálum en gert hefur verið undanfarið.“ Ekki náðist í Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Engin einföld lausn er til við þeim vandamálum sem steðja að íslensku efnahagslífi í dag,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Viðskiptaráð kynnti í gær skýrslu sína um hagstjórn og peningamálastefnu á Íslandi þar sem bent var á tvo kosti varðandi framtíðarskipan gengismála, áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar eða upptöku evru með inngöngu í myntbandalag Evrópusambandsins. „Við verðum að byrja á að leysa sjálf okkar hagstjórnarvanda og það er engin lausn að ætla sér í fljótræði að taka upp evru,“ segir Jón sem telur þó að upptaka evru geti orðið raunhæfur kostur í framtíðinni þegar vandamál íslenskrar hagstjórnar hafa verið leyst. Jón segir rétt sem komi fram í skýrslunni að ef litið sé á stjórnvöld og áhrifaaðila í hagstjórninni sem heild komi í ljós að samhæfingin hefur ekki verið nægileg. „Það er áfellisdómur á þá staðreynd að það eru teknar ýmsar umbótaákvarðanir á sama tímabili en frjálst þjóðfélag er alltaf ófyrirsjáanlegt. Við þurfum að gera ráð fyrir að umbætur og framfarir eigi sér stað og þær í sjálfu sér raska alltaf einhverju jafnvægi.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að til lengri tíma litið sé evran fýsilegri kostur heldur en flotgengisstefnan. „Ég held að íslenska krónan verði okkur erfið sem of óöruggur gjaldmiðill en evran gæti til lengri tíma litið hjálpað okkur við að viðhalda stöðugleika sem myndi laða að fleiri erlendar fjárfestingar. Menn myndu treysta gjaldmiðlinum sem þeir gera ekki núna enda eina erlenda fjárfestingin í dag í stóriðjunni.“ Ingibjörg segir þó nauðsynlegt að ná tökum á efnahagslífinu hér innanlands áður en menn fara að velta fyrir sér upptöku evru. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, segist tvímælalaust taka afstöðu með áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar. „En við verðum að verja gengið með viturlegri hagstjórn en við höfum búið við.“ Ögmundur segir vandlifað fyrir lítið opið hagkerfi með fljótandi gjaldmiðil. „Það getur orðið spekúlöntum og stórum fjárfestum að bráð en líka misviturri hagstjórn. Hvoru tveggja höfum við fengið að reyna og annað getum við allavega lagað með því að skipta um ríkisstjórn.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, er alfarið á móti upptöku á evru. „Ég vil viðhalda sjálfstæðum gjaldmiðli svo við getum haft sjálf einhver tök á efnahagsstjórninni. Ef við tökum upp evru þá erum við búin að missa þetta úr höndunum á okkur.“ Magnús efast um að meiri stöðugleiki náist með upptöku evru þar sem Íslendingar verði þá háðir utanaðkomandi hagsveiflum. „Ég myndi frekar vilja viðhalda þeirri flotgengisstefnu sem við höfum í dag en að sjálfsögðu þurfum við að sýna miklu meira vit í fjármálum en gert hefur verið undanfarið.“ Ekki náðist í Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra.
Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira