„Árangur sjálfstæðrar hagstjórnar er slíkur að við hljótum að líta í kringum okkur eftir öðrum valkostum,“ segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
„Við náum verðbólgumarkmiðum Seðlabankans í þrjátíu prósentum tilvika. Ef þú svarar þrjátíu prósentum spurninga rétt á prófi nærðu því ekki. Hagstjórnin fær falleinkunn.“
Sveinn telur að einungis með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evrunnar megi ná stöðugleika. „Með upptöku evrunnar næst stöðugleiki í genginu. Fyrirtæki þyrftu til að mynda ekki að búa við ofurháa vexti eða sveiflur í verðlagi og gengi.“