Svefnpoki á 3.500 krónur 27. júlí 2006 06:45 Ekki eru margir hlýir sólarmánuðir á hinu veðurbarða Íslandi en yfir hásumarið ákveða margir að leggja land undir fót í tjaldútilegu yfir helgina til þess að sofa úti í náttúrunni undir berum tjaldhimni. Að mörgu ber að hyggja áður en lagt er í slíka ferð og nokkrir hlutir öðrum fremur sem telja má ómissandi í alvöru útilegu. Fyrst ber að nefna, eðli málsins samkvæmt, tjaldið sjálft. Hægt er að fá tjöld af öllum stærðum, gerðum og gæðum og verðið er misjafnt eftir því. Blaðamaður gerði lauslega verðkönnun á tjöldum í þremur verslunum. Sex manna útilegutjöld eru á verðbilinu 14.900 til 39.900 krónur hjá Útilífi, 21.990 til 34.900 hjá Intersport og 15.990 til 44.900 hjá versluninni 66° Norður. Verðmunur felst aðallega í því hversu sterkbyggð og vatnsheld tjöldin eru. Þriggja manna útilegutjöld eru á verðbilinu 6.900 til 13.900 hjá Útilífi, 7.990 til 12.990 hjá Intersport og 4.900 til 19.900 hjá versluninni 66° Norður. Allar verslanirnar buðu upp á úrval tjalda í fleiri stærðum. Nauðsynlegt er að hafa hlýjan svefnpoka til að skríða ofan í þegar útilegufari ákveður að ganga til náða eftir viðburðaríkan dag í náttúrunni. Fyrir þá sem eru að hugsa um að leggja loksins svefnpokanum sem þeir fengu í fermingargjöf er hægt að fjárfesta í nýjum fyrir lítinn pening. Verslanirnar buðu allar upp á gerviefnapoka og dúnpoka. Meira fer af gerviefnapokunum sem mega frekar við því að blotna heldur en dúnpokarnir sem eru þó hlýrri. Útilíf býður gerviefnapoka á verðinu 5.900 til 12.900 krónur og dúnpoka frá 13.900 upp í 46.900 krónur. Í Intersport eru gerviefnapokar á verðbilinu 3.490 til 26.900 krónur og dúnpokar á 19.900 krónur. Verslunin 66° Norður er með gerviefnapoka á 6.900 upp í 29.900 krónur og dúnpoka á 19.900 upp í 34.900 krónur. Prímus er svo auðvitað lykilatriði þegar útilegufarinn vaknar á laugardagsmorgni og kaffiþörfin gerir vart við sig en óþarfi er að útlista notagildi prímussins sem liggur í augum uppi varðandi alla eldamennsku í útilegum. Prímusar fyrir einnota gaskúta eru handhægir í útileguna og felst verðmunur á þeim í fyrirferð þeirra. Útilíf býður slíka prímusa á verðbilinu 2.990 til 5.990 krónur. Í Intersport fást þeir á 3.990 upp í 6.990 krónur. Í versluninni 66° Norður eru þeir frá 4.500 upp í 7.900 krónur. Ef að útilegufaranum hugnast ekki að taka því rólega í og við tjald sitt yfir helgina er upplagt að taka með sér dagbakpoka og kanna nánasta umhverfi tjaldsins með nesti og aukaföt á bakinu ef illa skyldi fara við hopp yfir ár. Dagbakpokar taka á bilinu 20 til 30 lítra og fást þeir í Útilífi á verðbilinu 6.900 til 13.900 krónur. Í Intersport eru þeir á 2.990 upp í 6.990 krónur. Verslunin 66° Norður er með dagbakpoka á verðbilinu 2.590 til 7.900 krónur. Sólgleraugu og regnhlíf gætu flokkast undir nauðsynlegan aukabúnað útilegufarans enda óvarlegt að treysta á að sama veðrið haldist alla helgina. Og ef að pláss leyfir í bílnum þá vekur gítarinn yfirleitt mikla lukku í útilegunni. Innlent Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Ekki eru margir hlýir sólarmánuðir á hinu veðurbarða Íslandi en yfir hásumarið ákveða margir að leggja land undir fót í tjaldútilegu yfir helgina til þess að sofa úti í náttúrunni undir berum tjaldhimni. Að mörgu ber að hyggja áður en lagt er í slíka ferð og nokkrir hlutir öðrum fremur sem telja má ómissandi í alvöru útilegu. Fyrst ber að nefna, eðli málsins samkvæmt, tjaldið sjálft. Hægt er að fá tjöld af öllum stærðum, gerðum og gæðum og verðið er misjafnt eftir því. Blaðamaður gerði lauslega verðkönnun á tjöldum í þremur verslunum. Sex manna útilegutjöld eru á verðbilinu 14.900 til 39.900 krónur hjá Útilífi, 21.990 til 34.900 hjá Intersport og 15.990 til 44.900 hjá versluninni 66° Norður. Verðmunur felst aðallega í því hversu sterkbyggð og vatnsheld tjöldin eru. Þriggja manna útilegutjöld eru á verðbilinu 6.900 til 13.900 hjá Útilífi, 7.990 til 12.990 hjá Intersport og 4.900 til 19.900 hjá versluninni 66° Norður. Allar verslanirnar buðu upp á úrval tjalda í fleiri stærðum. Nauðsynlegt er að hafa hlýjan svefnpoka til að skríða ofan í þegar útilegufari ákveður að ganga til náða eftir viðburðaríkan dag í náttúrunni. Fyrir þá sem eru að hugsa um að leggja loksins svefnpokanum sem þeir fengu í fermingargjöf er hægt að fjárfesta í nýjum fyrir lítinn pening. Verslanirnar buðu allar upp á gerviefnapoka og dúnpoka. Meira fer af gerviefnapokunum sem mega frekar við því að blotna heldur en dúnpokarnir sem eru þó hlýrri. Útilíf býður gerviefnapoka á verðinu 5.900 til 12.900 krónur og dúnpoka frá 13.900 upp í 46.900 krónur. Í Intersport eru gerviefnapokar á verðbilinu 3.490 til 26.900 krónur og dúnpokar á 19.900 krónur. Verslunin 66° Norður er með gerviefnapoka á 6.900 upp í 29.900 krónur og dúnpoka á 19.900 upp í 34.900 krónur. Prímus er svo auðvitað lykilatriði þegar útilegufarinn vaknar á laugardagsmorgni og kaffiþörfin gerir vart við sig en óþarfi er að útlista notagildi prímussins sem liggur í augum uppi varðandi alla eldamennsku í útilegum. Prímusar fyrir einnota gaskúta eru handhægir í útileguna og felst verðmunur á þeim í fyrirferð þeirra. Útilíf býður slíka prímusa á verðbilinu 2.990 til 5.990 krónur. Í Intersport fást þeir á 3.990 upp í 6.990 krónur. Í versluninni 66° Norður eru þeir frá 4.500 upp í 7.900 krónur. Ef að útilegufaranum hugnast ekki að taka því rólega í og við tjald sitt yfir helgina er upplagt að taka með sér dagbakpoka og kanna nánasta umhverfi tjaldsins með nesti og aukaföt á bakinu ef illa skyldi fara við hopp yfir ár. Dagbakpokar taka á bilinu 20 til 30 lítra og fást þeir í Útilífi á verðbilinu 6.900 til 13.900 krónur. Í Intersport eru þeir á 2.990 upp í 6.990 krónur. Verslunin 66° Norður er með dagbakpoka á verðbilinu 2.590 til 7.900 krónur. Sólgleraugu og regnhlíf gætu flokkast undir nauðsynlegan aukabúnað útilegufarans enda óvarlegt að treysta á að sama veðrið haldist alla helgina. Og ef að pláss leyfir í bílnum þá vekur gítarinn yfirleitt mikla lukku í útilegunni.
Innlent Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira