Innlent

Þrjátíu þúsund króna hækkun

Rektor segist telja að skólagjöldin séu hófleg.
Rektor segist telja að skólagjöldin séu hófleg.

Gróa Valdimarsdóttir, fyrrverandi formaður nemendaráðs Listaháskóla Íslands, segir skólagjöld LHÍ ekki mega hækka meira, en undanfarin ár hafa þau hækkað um þrjátíu þúsund á milli ára. Gróa segir suma nemendur skólans ekki gera ráð fyrir slíkri hækkun í upphafi náms. Ég var í tónlistarnámi í LHÍ og fyrir utan tæpar tvö hundruð þúsund krónur sem ég greiddi fyrir síðasta skólaár þurfti ég að borga fyrir nótur og hljóðfæri sjálf.

Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, segir listnám kostnaðarsamt, bæði hvað varðar aðstöðu til námsins og aðbúnað, og að gjöldin séu í samræmi við það. Skólagjöld fyrir næsta skólaár verða 225 þúsund krónur en skólinn hefur þurft að gæta mikils sparnaðar til að ná endum saman því það fé sem við fáum frá ríkinu nægir ekki fyrir rekstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×