Innlent

Dreifa fimmtán þúsund smokkum

Læknanemar á vegum Ástráðs sem er forvarnarstarf læknanema ætla ekki að láta sig vanta um Verslunarmannahelgina og ætla að dreifa út um fimmtán þúsund smokkum.

Nú fer að styttast í Verslunnarmannahelgi og fólk að komast í gírinn fyrir útihátíðir. Margs er að gæta þegar fólk flykkist saman til skemmtunnar og rétt að brýna fyrir fólki að skemmta sér fallega, því fara mörg forvarnarstörf í gang fyrir helgina. Læknanemar ætla ekki að láta sitt eftir liggja og mæta í nafni Ástráðs, sem er fornvarnarstarf læknanema. Sjálfboðaliðar á vegum Ástráðs mæta á nokkra af aðal brottfarastöðum landsins klyfjuð smokkum sem dreifðir verða til ungs fólks svo allt gangi nú rétt fyrir sig á útihátíðunum.

Öll vinna Ástráðs er sjálfboðavinna og munu um 20 manns taka þá í þessu átaki

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×