Fernando Alonso og Renault meistarar 23. október 2006 11:00 alonso og schumacher Fernando Alonso tryggði sér heimsmeistaratitilinn en hann er hér við hlið Michaels Schumachers sem tók í gær þátt í sínum síðasta kappakstri á ferlinum. MYND/nordicphotos/getty images Þetta hefur verið frábær helgi. Ég vissi það að ég þyrfti bara eitt stig til að vinna meistaratitilinn en markmiðið var líka að tryggja okkur sigur í keppni bílasmiða. Það tókst og tilfinningin er bara frábær, sagði Fernando Alonso, ökumaður Renault, sem tryggði sér í gær heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu-1 þegar hann varð annar í kappakstrinum í Brasilíu. Það var heimamaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sem kom fyrstur í mark í kappakstrinum í gær. Þetta var síðasta keppni Michael Schumacher í Formúlu-1 en hann ætlar nú að fara að snúa sér að fjölskyldulífinu. Fyrir síðustu keppnina átti hann smá möguleika á heimsmeistaratitlinum en þá hefði hann þurft að sigra og treysta á að Alonso fengi ekki stig. Það hefur verið frábært að fá að keppa við Michael og ég vil nota tækifærið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. Það gerir titla mína verðmætari að hafa unnið þá meðan hann var enn á brautinni, sagði Alonso sem vann heimsmeistaratitilinn einnig í fyrra. Schumacher endaði í fjórða sæti kappakstursins í gær en dekk sprakk á bíl hans snemma keppninnar. Í heildarstigakeppninni endaði Alonso með þrettán stigum meira en Schumacher en 41 stigi þar á eftir kom Massa. Renault vann nauman sigur í keppni bílasmiða, með fimm stigum meira en Ferrari. Íþróttir Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þetta hefur verið frábær helgi. Ég vissi það að ég þyrfti bara eitt stig til að vinna meistaratitilinn en markmiðið var líka að tryggja okkur sigur í keppni bílasmiða. Það tókst og tilfinningin er bara frábær, sagði Fernando Alonso, ökumaður Renault, sem tryggði sér í gær heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu-1 þegar hann varð annar í kappakstrinum í Brasilíu. Það var heimamaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sem kom fyrstur í mark í kappakstrinum í gær. Þetta var síðasta keppni Michael Schumacher í Formúlu-1 en hann ætlar nú að fara að snúa sér að fjölskyldulífinu. Fyrir síðustu keppnina átti hann smá möguleika á heimsmeistaratitlinum en þá hefði hann þurft að sigra og treysta á að Alonso fengi ekki stig. Það hefur verið frábært að fá að keppa við Michael og ég vil nota tækifærið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. Það gerir titla mína verðmætari að hafa unnið þá meðan hann var enn á brautinni, sagði Alonso sem vann heimsmeistaratitilinn einnig í fyrra. Schumacher endaði í fjórða sæti kappakstursins í gær en dekk sprakk á bíl hans snemma keppninnar. Í heildarstigakeppninni endaði Alonso með þrettán stigum meira en Schumacher en 41 stigi þar á eftir kom Massa. Renault vann nauman sigur í keppni bílasmiða, með fimm stigum meira en Ferrari.
Íþróttir Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira