Erlent

al-Kaída gerir Bandaríkjamönnum tilboð

Robert Gates, hinn nýji varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sést hér á ferð sinni um Írak á miðvikudaginn var.
Robert Gates, hinn nýji varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sést hér á ferð sinni um Írak á miðvikudaginn var. MYND/AP

Leiðtogi hóps í Írak, sem al-Kaída styður, sagði í dag að þeir myndu hleypa Bandaríkjamönnum friðsamlega úr landinu ef þeir skyldu eftir öll sín þungavopn og yrðu farnir úr landinu innan mánaðartíma. Þetta kom fram í hljóðbúti sem var settur á internetið í dag.

Sá sem bar upp tilboðið ku vera Abu Omar al-Baghdadi en hann er leiðtogi hóps sem lýsti yfir íslömsku ríki í Írak nú í október síðastliðnum. Sagði hann ennfremur að tilboðið myndi gilda í tvær vikur. Ekki er búist við því að leiðtogar Bandaríkjanna muni taka tilboðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×