Erlent

Öryggisráðið mun greiða atkvæði á morgun

Vladimir Putin, Rússlandsforseti, gæti sett strik í reikning öryggisráðsins.
Vladimir Putin, Rússlandsforseti, gæti sett strik í reikning öryggisráðsins. MYND/AP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun að öllum líkindum greiða atkvæði á morgun varðandi þær refsiaðgerðir sem á að beita gegn Íran. Snuðra gæti þó hlaupið á þráðinn því Vladimir Putin, Rússlandsforseti, mun ekki skoða tillöguna fyrr en í fyrramálið.

Tillagan kveður á um að Íranir hætti öllum aðgerðum sem miða að því að auðga úran og hætti um leið öllum rannsóknum og þróunarverkefnum tengdum kjarnorku. Aðalmálið er inn- og útflutningsbann á öll efni tengd kjarnorkuframleiðslu en Rússar sætta sig ekki við það þar sem þeir hafa lofað Írönum að byggja fyrir þá kjarnorkuver sem á að framleiða rafmagn en bygging þess á að fara fram á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×