Erlent

Níu látast í átökum á Haiti

Friðargæsluliðar keyra um fátækrahverfið í brynvörðum farartækjum.
Friðargæsluliðar keyra um fátækrahverfið í brynvörðum farartækjum. MYND/AP

Að minnsta kosti níu manns létu lífið í ofbeldi á eyjunni Haiti en lögregla þar er um þessar mundir að herða aðgerðir gegn glæpagengjum í fátækrahverfum höfuðborgarinnar, Port-au-Prince.

Sameinuðu þjóðirnar eru með friðargæsluliða á eyjunni og tóku um 400 þeirra þátt í aðgerðum lögreglunnar þegar ráðist var inn í eitt fátækrahverfið til þess að afvopna eitt glæpagengið. Friðargæsluliðar misstu engann mann og talsmaður Sameinuðu þjóðanna vildi ekki staðfesta hversu margir af bófunum hefðu látist.

Íbúar hverfisins voru þó ekki á eitt sáttir og sögðu friðargæsluliðana ábyrga fyrir ofbeldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×