Erlent

Mannskæð flóð við Svartahaf

Ónýtt sumarhús í Búlgaríu
Ónýtt sumarhús í Búlgaríu MYND/AP

Minnst átján manns hafa drukknað og þriggja er saknað í flóðum sem hefur herjað á íbúa í fjórum ríkjum sem liggja að Svartahafi. Töluvert hefur rignt á svæðinu með þessum hörmulegu afleiðingum. Í Úkraínu fóru um fimm hundruð heimili í sjö þorpum á kaf þegar stífla gaf sig. Tvær konur drukknuðu. Úrhellið á svæðinu stóð í margar klukkustundir og eru íbúar í einu þorpi án vatns og matar en flætt hefur í alla vatnsbrunna þar. Fæstum þeirra sem þurftu að yfirgefa heimili sín tókst að bjarga einhverju af eigum sínum.

Í Rúmeníu drukknuðu ellefu manns og þriggja er saknað eftir skyndiflóð í norður- og austurhluta landsins. Fimm drukknuðu í Tyrklandi, þar á meðal bæjarstjórinn í smábæ í Samsun-héraði við Svartahaf. Töluvert flæddi einnig í bæjum, þorpum og á ferðamannastöðum í Búlgaríu við Svartahafið. Engar fregnir hafa þó borist af slysum á fólki þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×