Igor Pesic hefur komið Skagamönnum yfir gegn Val í leik liðanna í Landsbankadeildinni. Pesic slapp einn innfyrir vörn Vals eftir að rangstöðugildra liðsins klikkaði illa og skoraði auðveldlega á 40. mínútu. Valsmenn höfðu fram að þessu verið betri aðilinn í leiknum og klúðraði Guðmundur Benediktsson sannkölluðu dauðafæri um miðjan hálfleikinn.