Innlent

Stjórnmálasamband milli Íslands og Svartfjallalands

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra.
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra. MYND/Vísir

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Miodrag Vlahovic, utanríkisráðherra Svartfjallalands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna tveggja.

Svartfellingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr á árinu að segja sig úr ríkjasambandi við Serbíu. Ísland var fyrsta ríkið í heiminum til að viðurkenna fullveldi Svartfjallalands. Það var þann 8. júní en Svartfjallaland gerðist svo aðili að Sameinuðu þjóðunum þann 28. júní síðastliðinn.

Skrifað var undir yfirlýsinguna í New York í dag þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer nú fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×