Innlent

Um eitt hundrað starfsmenn Varnarliðsins án vinnu

Svæði Varnarliðsins í Keflavík.
Svæði Varnarliðsins í Keflavík. MYND/Pjetur

Eitt hundrað og fimm starfsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sem hætta stöfum á föstudaginn, eru ekki komnir með aðra vinnu. Fréttavefur Víkurfrétta greinir frá þessu en þar segir að um sé að ræða 61 karl og 44 konur. Stærsti hópurinn sé fólk á aldrinum 40 til 59 ára.

Á vef Víkurfrétta er haft eftir Helgu J. Oddsdóttur, forstöðumanni Ráðgjafastofu starfsmanna varnarsvæðis, að ekki hafi náðst í 46 einstaklinga úr starfsmannahópnum og því ekki almennilega vitað um stöðu þeirra. Hugsanlega séu einhverjir þeirra komnir með aðra vinnu. Helga segir helst að skrifstofufólk eigi í vandræðum með að finna sambærileg störf á svæðinu.

Um sjötíu prósent þeirra sexhundruð sem misstu vinnu hjá Varnarliðinu búa á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×