Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir umferðarslys á Vesturlandsvegi, skammt frá Beitistöðum, um klukkan þrjú í gær.
Jeppi fór út af veginum og valt nokkrar veltur. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur á spítala og að sögn lögreglunnar í Borgarnesi er hann líklega fótbrotinn. Jeppinn skemmdist nokkuð.
eppi sem var í samfloti með hinum hægði þá á sér og við það ók fólksbíll aftan á hann. Ökumaður fólksbílsins meiddist lítillega og var fluttur á slysadeild, en bíll hans er töluvert skemmdur.