Seinustu F-15 þoturnar farnar 12. ágúst 2006 08:00 þyrla varnarliðsins Þyrlurnar fara væntanlega í september. Mynd/Baldur Sveinsson Síðustu þrjár F-15 þotur varnarliðsins í Keflavík fóru af landi brott í gærmorgun. Tvær björgunarþyrlur eru einu flugvélar varnarliðsins sem á eftir að flytja burt og verður það líklegast gert einhvern tímann í september að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa varnarliðsins. F-15 þoturnar hafa verið nokkurs konar tákngervingar varna Bandaríkjanna á Íslandi í umræðunni um varnarmálin og hefur mikil áhersla verið lögð á veru þeirra hér sem sýnilegar varnir á Íslandi. Í maí árið 2003 tilkynnti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi íslenskum stjórnvöldum að kalla ætti þoturnar burt en þau fyrirmæli voru dregin til baka nokkrum dögum síðar. Svo var það í mars á þessu ári sem bandarísk stjórnvöld tilkynntu að þoturnar yrðu kallaðar heim. Flutningar á bílum og öðrum tækjum sem geta nýst annars staðar standa einnig yfir jöfnum höndum að sögn Friðþórs og er öllu öðru komið í lóg hér. Rétt tæplega sex hundruð manns af starfsfólki varnarliðsins eru enn eftir á Íslandi og er gert ráð fyrir að allir verði farnir í lok september að sögn Friðþórs. "Fólkið er að fara burt smátt og smátt. Hraði brottflutninganna fer eftir því sem fólkið er tilbúið til ferðar og störf eru til reiðu handa því," segir Friðþór. Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Síðustu þrjár F-15 þotur varnarliðsins í Keflavík fóru af landi brott í gærmorgun. Tvær björgunarþyrlur eru einu flugvélar varnarliðsins sem á eftir að flytja burt og verður það líklegast gert einhvern tímann í september að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa varnarliðsins. F-15 þoturnar hafa verið nokkurs konar tákngervingar varna Bandaríkjanna á Íslandi í umræðunni um varnarmálin og hefur mikil áhersla verið lögð á veru þeirra hér sem sýnilegar varnir á Íslandi. Í maí árið 2003 tilkynnti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi íslenskum stjórnvöldum að kalla ætti þoturnar burt en þau fyrirmæli voru dregin til baka nokkrum dögum síðar. Svo var það í mars á þessu ári sem bandarísk stjórnvöld tilkynntu að þoturnar yrðu kallaðar heim. Flutningar á bílum og öðrum tækjum sem geta nýst annars staðar standa einnig yfir jöfnum höndum að sögn Friðþórs og er öllu öðru komið í lóg hér. Rétt tæplega sex hundruð manns af starfsfólki varnarliðsins eru enn eftir á Íslandi og er gert ráð fyrir að allir verði farnir í lok september að sögn Friðþórs. "Fólkið er að fara burt smátt og smátt. Hraði brottflutninganna fer eftir því sem fólkið er tilbúið til ferðar og störf eru til reiðu handa því," segir Friðþór.
Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira