Innlent

745 öryrkjar fá engan lífeyri

Öryrkjabandalag Íslands fer fram á að fallið verði frá þeirri ákvörðun lífeyrissjóða að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja 1. nóvember.

Þetta kemur fram í erindi sem ÖBÍ sendi stjórnum þeirra fjórtán lífeyrissjóða sem hlut eiga að máli. Að öðrum kosti fer ÖBÍ fram á að framkæmdinni verði frestað á meðan eðlilegur tími gefst til að skoða þau álitamál sem uppi eru.

Í bréfi sem ÖBÍ hefur borist frá Greiðslustofu lífeyrissjóðanna kemur fram að lífeyrissjóðstekjur 745 öryrkja, sem höfðu heildartekjur undir einni milljón króna árið 2005, falli niður að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×