Með bitsár á hálsinum 12. ágúst 2006 09:15 vettvangur glæpsins Á þessum göngustíg var ráðist á tvítuga stúlku á leið til vinnu. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi falið sig í gróðrinum og beðið færis. MYND/Hrönn Rétt liðlega tvítug stúlka varð fyrir hrottafenginni árás á myrkvuðum göngustíg milli neðra Breiðholts og Fellahverfis um fjögurleytið aðfaranótt fimmtudags. Árásarmaðurinn réðst aftan að stúlkunni þar sem hún gekk, dró sjal sem stúlkan klæddist yfir höfuð hennar og skellti henni niður á jörðina. Að sögn lögreglu reyndi maðurinn þá að afklæða stúlkuna og koma fram vilja sínum. Stúlkan veitti hetjulega mótspyrnu en í miðjum átökunum beit árásarmaðurinn stúlkuna í hálsinn svo að ljótt bitsár er eftir. Þá er stúlkan með áverka á baki eftir hné árásarmannsins og lemstruð á sál og líkama, að sögn aðstandenda. Áður en maðurinn hafði sig á brott rændi hann stúlkuna. Hann tók veski hennar, sem innihélt um fimm þúsund krónur í peningum, og farsíma. Stúlkan komst við illan leik á Select-bensínstöðina við Æsufell, þar sem afgreiðslufólk gerði lögreglu viðvart. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi hreiðrað um sig í rjóðri og beðið færis, en svæðið þar sem göngustígurinn liggur er mjög gróið og illa upplýst. Að sögn kunnugra var þetta einungis fjórða ferð stúlkunnar um göngustíginn, en hún hafði nýverið tekið íbúð á leigu í nágrenninu. Stúlkan var á leið til vinnu, en hún er bakaranemi í Breiðholtsbakaríi við Völvufell. „Hún var svo ánægð með nýju íbúðina og að hún gæti gengið í vinnuna og svo gerist eitthvað svona hræðilegt," segir Petrína Bergvinsdóttir, samstarfskona stúlkunnar í Breiðholtsbakaríi. Hún segir samstarfsfólk stúlkunnar felmtri slegið yfir atburðinum. „Við erum auðvitað allar í sjokki yfir þessu. Ég þarf sjálf að ganga í vinnuna og ég hef alltaf með mér regnhlíf hvernig sem viðrar, fyrir barefli ef eitthvað skyldi gerast. Miðað við það sem ég hef séð á gangi mínum í gegnum Elliðaárdalinn var bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona myndi gerast," segir Petrína. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina og að sögn lögreglu er fátt um vísbendingar og enginn grunaður um verknaðinn. Árásarmaðurinn gengur því enn laus. Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rétt liðlega tvítug stúlka varð fyrir hrottafenginni árás á myrkvuðum göngustíg milli neðra Breiðholts og Fellahverfis um fjögurleytið aðfaranótt fimmtudags. Árásarmaðurinn réðst aftan að stúlkunni þar sem hún gekk, dró sjal sem stúlkan klæddist yfir höfuð hennar og skellti henni niður á jörðina. Að sögn lögreglu reyndi maðurinn þá að afklæða stúlkuna og koma fram vilja sínum. Stúlkan veitti hetjulega mótspyrnu en í miðjum átökunum beit árásarmaðurinn stúlkuna í hálsinn svo að ljótt bitsár er eftir. Þá er stúlkan með áverka á baki eftir hné árásarmannsins og lemstruð á sál og líkama, að sögn aðstandenda. Áður en maðurinn hafði sig á brott rændi hann stúlkuna. Hann tók veski hennar, sem innihélt um fimm þúsund krónur í peningum, og farsíma. Stúlkan komst við illan leik á Select-bensínstöðina við Æsufell, þar sem afgreiðslufólk gerði lögreglu viðvart. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi hreiðrað um sig í rjóðri og beðið færis, en svæðið þar sem göngustígurinn liggur er mjög gróið og illa upplýst. Að sögn kunnugra var þetta einungis fjórða ferð stúlkunnar um göngustíginn, en hún hafði nýverið tekið íbúð á leigu í nágrenninu. Stúlkan var á leið til vinnu, en hún er bakaranemi í Breiðholtsbakaríi við Völvufell. „Hún var svo ánægð með nýju íbúðina og að hún gæti gengið í vinnuna og svo gerist eitthvað svona hræðilegt," segir Petrína Bergvinsdóttir, samstarfskona stúlkunnar í Breiðholtsbakaríi. Hún segir samstarfsfólk stúlkunnar felmtri slegið yfir atburðinum. „Við erum auðvitað allar í sjokki yfir þessu. Ég þarf sjálf að ganga í vinnuna og ég hef alltaf með mér regnhlíf hvernig sem viðrar, fyrir barefli ef eitthvað skyldi gerast. Miðað við það sem ég hef séð á gangi mínum í gegnum Elliðaárdalinn var bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona myndi gerast," segir Petrína. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina og að sögn lögreglu er fátt um vísbendingar og enginn grunaður um verknaðinn. Árásarmaðurinn gengur því enn laus.
Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira