Innlent

Banaslys á Kjósaskarðsvegi

Banaslys varð á Kjósaskarðsvegi við bæinn Valdastaði í morgun þegar ökumaður mótorhjóls hafnaði utan vegar. Tilkynning um slysið barst á tólfta tímanum og var sjúkralið þegar sent á vettvang. Maðurinn var látinn þegar að var komið og er talið að hann hafi látist samstundis. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík virðist sem hinn látni hafi misst stjórn á hjólinu með fyrrgreindum afleiðingum, en hann var ekki með hjálm. Nánari upplýsingar um tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×