Ruud strunsaði í burtu og var ekki með 7. maí 2006 17:18 Undarleg uppákoma átti sér stað 3 klukkutímum fyrir leik Man Utd og Charlton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Sóknarmaðurin Man Utd, Ruud van Nistelrooy strunsaði þá burt frá Old Trafford með takkaskóna sína í hönd og var ekki í leikmannahópi liðsins sem vann 4-0 sigur í þessum lokaleik sínum á tímabilinu. Fljótlega var útbúin yfirlýsing af félaginu sem í sagði að Nistelrooy væri farinn heim og yrði ekki með í leiknum gegn Charlton. "Við munum ekki tjá okkur frekar um málið þar sem við erum að einbeita okkur að leiknum gegn Charlton." voru lokaorðin í þessari stuttu tilkynningu sem fjölmiðlar á Englandi virðast á einu máli um að túlki endalok Hollendingsins hjá félaginu. Louis Saha og Giuseppe Rossi léku saman í framlínunni hjá Man Utd í dag og virtist liðið ekki sakna Nistelrooy hið minnsta. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að Nistelroy og stjórinn, Sir Alex Ferguson, hafi átt í deilum í vetur og nánast öruggt sé að sóknarmaðurinn sé á förum frá Man Utd í sumar. Hann hefur vermt varamannabekkinn meira en hann hefur haft lyst á og allt bendir til þess að það hafi eitthvað með stöðu mála að gera. Nistelrooy sagði í síðustu viku að hann myndi leika í kveðjuleik Man Utd fyrir Roy Keane í næstu viku en í ljósi nýjustu tíðinda er allt í lausu lofti með framvindu mála. Flest virðist þó benda til þess að Ruud hafi leikið sinn síðasta leik með Man Utd. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Henry harðorður í garð Mbappé Fótbolti Fleiri fréttir Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Björgvin Karl klæddist skotapilsi fyrir keppni Galdraskot Óðins vekur athygli Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Undarleg uppákoma átti sér stað 3 klukkutímum fyrir leik Man Utd og Charlton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Sóknarmaðurin Man Utd, Ruud van Nistelrooy strunsaði þá burt frá Old Trafford með takkaskóna sína í hönd og var ekki í leikmannahópi liðsins sem vann 4-0 sigur í þessum lokaleik sínum á tímabilinu. Fljótlega var útbúin yfirlýsing af félaginu sem í sagði að Nistelrooy væri farinn heim og yrði ekki með í leiknum gegn Charlton. "Við munum ekki tjá okkur frekar um málið þar sem við erum að einbeita okkur að leiknum gegn Charlton." voru lokaorðin í þessari stuttu tilkynningu sem fjölmiðlar á Englandi virðast á einu máli um að túlki endalok Hollendingsins hjá félaginu. Louis Saha og Giuseppe Rossi léku saman í framlínunni hjá Man Utd í dag og virtist liðið ekki sakna Nistelrooy hið minnsta. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að Nistelroy og stjórinn, Sir Alex Ferguson, hafi átt í deilum í vetur og nánast öruggt sé að sóknarmaðurinn sé á förum frá Man Utd í sumar. Hann hefur vermt varamannabekkinn meira en hann hefur haft lyst á og allt bendir til þess að það hafi eitthvað með stöðu mála að gera. Nistelrooy sagði í síðustu viku að hann myndi leika í kveðjuleik Man Utd fyrir Roy Keane í næstu viku en í ljósi nýjustu tíðinda er allt í lausu lofti með framvindu mála. Flest virðist þó benda til þess að Ruud hafi leikið sinn síðasta leik með Man Utd.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Henry harðorður í garð Mbappé Fótbolti Fleiri fréttir Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Björgvin Karl klæddist skotapilsi fyrir keppni Galdraskot Óðins vekur athygli Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira