Innlent

Talsvert slasaður eftir bílveltu í Hrútafirði

MYND/GVA

Bílvelta varð skammt norðan við Brú í Hrútafirði um eittleytið í dag þegar jeppabifreið fór þar út af veginum. Ökumaður, karlmaður á fertugsaldri, slasaðist á hálsi og hlaut einhver beinbrot en hann var einn í bílnum. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur og að sögn vakthafandi læknis á Landspítalanum í Fossvogi er hann talsvert slasaður en ekki í lífshættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×