Sport

Erum ekki dauðir og grafnir eins og Sunderland

David Gold veit ekki sitt rjúkandi ráð þegar kemur að slæmu gengi Birmingham, en segist viss um að ná að halda liðinu uppi í úrvalsdeildinni í vor
David Gold veit ekki sitt rjúkandi ráð þegar kemur að slæmu gengi Birmingham, en segist viss um að ná að halda liðinu uppi í úrvalsdeildinni í vor NordicPhotos/GettyImages

David Gold, stjórnarformaður Birmingham er bjartsýnn á að liðið hans nái að rífa sig upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í lengst af vetri, en viðurkennir að stundum skilji hann hreinlega ekki af hverju liðið sem náði ágætum árangri í fyrra er í bullandi fallbaráttu í ár.

"Ég velti þessu mikið fyrir mér og kemst hreinlega ekki að neinni niðurstöðu. Stundum finnst mér að ég sé ekki búinn að gera nógu mikið og stundum finnst mér að ég hefði kannski átt að gera meira. Eitt er víst, tímabilið er mikil vonbrigði. Við erum samt ekki dauðir og grafnir eins og Sunderland, við getum huggað okkur við það. Ef við vinnum leikinn sem við eigum inni á hin liðin getum við lyft okkur af fallsvæðinu," sagði Gold.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×