Fram er Íslandsmeistari í handknattleik karla árið 2006 eftir að liðið valtaði yfir Víking/Fjölni í Safamýrinni 35-18. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill liðsins í karlaflokki síðan árið 1972. Á meðan lögðu Haukar granna sína í FH 32-28 á útivelli og enduðu með jafn mörg stig og Fram í töflunni, en Fram hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur.
Úrslitin í lokaumferðinni urðu eftirfarandi:
FH-Haukar 28:32
Fram - Víkingur/Fjölnir 35:18
Fylkir - HK 27:35
ÍBV - Þór Ak. 10:0
KA - Selfoss 37:21
Valur - ÍR 29:37
Það verða því Fram, Haukar, Valur, Fylkir, Stjarnan, KA, HK og ÍR sem leika í úrvalsdeildinni á næsta ári.