Viðskipti erlent

Hráolíuverð hækkaði

Við bensínstöð í Kína um það leyti sem hráolíuverðið stóð í sögulegu hámarki um miðjan júlí í sumar.
Við bensínstöð í Kína um það leyti sem hráolíuverðið stóð í sögulegu hámarki um miðjan júlí í sumar. Mynd/AFP

Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu hækkaði á markaði í Bandaríkjunum í dag í kjölfar fregna um að Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, muni hugsanlega tilkynna um samdrátt á olíuframleiðslukvóta í næsta mánuði.

Olíuverðið hefur sveiflast nokkuð síðustu vikurnar eftir að OPEC ákvað að minnka olíuframleiðslu um 1,2 milljónir tunna á dag í byrjun mánaðarins til að sporna gegn frekari verðlækkunum. Ekki þykir hafa verið einhugur um ákvörðunina enda hafa fá lönd fram til þessa skert framleiðslu sína.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í janúar, hækkaði um 54 sent í New York í Bandaríkjunum og stendur nú í 59,78 dölum á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu lækkaði hins vegar um 1 sent í Bretlandi og stendur í 60,02 dölum á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×