Halda óbreyttum réttindum í tvö ár 27. nóvember 2006 12:26 MYND/GVA Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu halda lífeyrisréttindum sínum og öðrum réttindum opinberra starfsmanna í tvö ár eftir að stofnunin verður gerð að hlutafélagi, samkvæmt hugmyndum sem ræddar eru í menntamálanefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir að eftir það verði réttindi starfsmannanna nánast öll komin undir útvarpsstjóra. Enn er tekist á um frumvarpið um Ríkisútvarpið. Páll Magnússon, útvarpsstjóri kom fyrir menntamálanefnd í morgun, en meirihluti nefndarinnar vill nú ræða að setja takmarkanir á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður nefndarinnar, segir málið enn í vinnslu og verða rætt á vettvangi nefndarinnar á morgun og á miðvikudag. Sigurður Kári segir jafnframt að engar ákvarðarnir hafi verið teknar varðandi stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Sigurður Kári kannast ekki við að það sé ágreiningur milli framsóknarmanna og sjálfstæðismanna um málið. Aðspurður hvort það séu framsóknarmenn sem setji fram körfur um að RÚV verði settar hömlur á auglýsingamarkaði segir Sigurður Kári svo ekki vera heldur sé það innan beggja flokka. Flokkarnir tveir hafi hingað til verið samstíga inni í nefndinni. Össur Skarphéðinsson, varamaður í menntamálaefnd, segir það alveg skoðunar virði að kanna það hvort setja eigi hömlur á RÚV á auglýsingamarkaði. Hann vilji hins vegar sjá tillögur þar að lútandi en þær hafi ekki litið dagsins ljós. Svo virðist sem þetta sé sett fram í einhverri taugaveiklun á allra síðustu metrunum. Eitt af stóru málunum sem þarf að afgreiða í frumvarpinu um RÚV eru málefni starfsmanna og lífeyrisréttindi þeirra. Össur segir alveg ljóst eftir yfirferð málsins með útvarpsstjóra að réttindamál starfsmanna séu í uppnámi. Það sé verið að bjóða óbreytt réttindi næstu tvö ár en eftir það sýnist honum sem lífeyrisréttindi séu undir hæl útvarpsstjóra eða þeirra sem stjórna útvarpinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu halda lífeyrisréttindum sínum og öðrum réttindum opinberra starfsmanna í tvö ár eftir að stofnunin verður gerð að hlutafélagi, samkvæmt hugmyndum sem ræddar eru í menntamálanefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir að eftir það verði réttindi starfsmannanna nánast öll komin undir útvarpsstjóra. Enn er tekist á um frumvarpið um Ríkisútvarpið. Páll Magnússon, útvarpsstjóri kom fyrir menntamálanefnd í morgun, en meirihluti nefndarinnar vill nú ræða að setja takmarkanir á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður nefndarinnar, segir málið enn í vinnslu og verða rætt á vettvangi nefndarinnar á morgun og á miðvikudag. Sigurður Kári segir jafnframt að engar ákvarðarnir hafi verið teknar varðandi stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Sigurður Kári kannast ekki við að það sé ágreiningur milli framsóknarmanna og sjálfstæðismanna um málið. Aðspurður hvort það séu framsóknarmenn sem setji fram körfur um að RÚV verði settar hömlur á auglýsingamarkaði segir Sigurður Kári svo ekki vera heldur sé það innan beggja flokka. Flokkarnir tveir hafi hingað til verið samstíga inni í nefndinni. Össur Skarphéðinsson, varamaður í menntamálaefnd, segir það alveg skoðunar virði að kanna það hvort setja eigi hömlur á RÚV á auglýsingamarkaði. Hann vilji hins vegar sjá tillögur þar að lútandi en þær hafi ekki litið dagsins ljós. Svo virðist sem þetta sé sett fram í einhverri taugaveiklun á allra síðustu metrunum. Eitt af stóru málunum sem þarf að afgreiða í frumvarpinu um RÚV eru málefni starfsmanna og lífeyrisréttindi þeirra. Össur segir alveg ljóst eftir yfirferð málsins með útvarpsstjóra að réttindamál starfsmanna séu í uppnámi. Það sé verið að bjóða óbreytt réttindi næstu tvö ár en eftir það sýnist honum sem lífeyrisréttindi séu undir hæl útvarpsstjóra eða þeirra sem stjórna útvarpinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira