Erlent

Bandarísk herþota hrapar til jarðar nærri Bagdad

Bandarísk herþota af gerðinni F-16 hrapaði til jarðar um 35 kílómetra norðvestur af Bagdad í dag með einn mann um borð. Frá þessu greindu bandarísk hermálayfirvöld. Herþotan var aðstoðar hersveitir á jörðu niðri í bardaga þegar hún hrapaði en ekki liggur fyrir hvort hún var skotin niður eða bilaði. Þá sagðist talsmaður Bandaríkjahers engar upplýsingar hafa um örlög flugmannsins. Haft er eftir sjónvarvottum að vélin hafi flökt á lofti áður en hún stakkst beint á nefið og sprakk en bandarískir hermenn munu vera komnir á staðinn þar sem þotan hrapaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×