Erlent

Óvægin kvikmyndagagnrýni

Fótbolti er frá hin um illu vesturlöndum og ekki þóknanlegur strangtrúarmönnum í Sómalíu.
Fótbolti er frá hin um illu vesturlöndum og ekki þóknanlegur strangtrúarmönnum í Sómalíu. MYND/VILHELM GUNNARSSON

Hópur vopnaðra múslima réðst inn í kvikmyndahús í Sómalíu, í gær, þar sem verið var að sýna leik Chelsea og Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni. Byssumennirnir skutu yfir höfuð fótboltaunnenda, brutu tæki og handtóku tuttugu og fimm þeirra. Meðal hinna handteknu voru börn allt niður í tíu ára.

Islamistar eru að herða tökin á Sómalíu og hafa meðal annars bannað fólki að horfa á íþróttir, sem hvort eð er komi frá hinum illu vesturlöndum. Þess í stað á fólkið að fara og skrá sig í heilagt stríð.

Talsmaður múslima sagði að hinir vondu íþróttaunnendur væru nú í fangelsi og þar fengju þeir að dúsa þartil þeir hefðu lært góða siði. Fólki hefur einnig verið bannað að horfa á íþóttir í sjónvörpum sínum heima, og þeir sem verða uppvísir að því verða skráðir afbrotamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×