Erlent

Olmert býður Palestínumönnum sættir

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels MYND/AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels hefur boðið Palestínmönnum sættir, í kjölfar vopnahlés sem lýst var yfir í gær.

Forsætisráðherrann sagði í stefnuræðu að ísraelar væru reiðubúnir að fækka eftirlitsstöðvum hersins, afhenda palestínumönnum skattekjur sem þeir hafa innheimt og láta lausa fanga. Hann sagði einnig að Ísraelar myndu draga sig í hlé frá Vesturbakkanum og leggja niður landamærabyggðir þar.

Olmert sagði að þeir gætu ekki breytt fortíðinni og ekki endurheimt þá sem fallið hefðu, úr báðum fylkingum. Það eina sem þeir gætu gert væri að koma í veg fyrir fleiri sorgaratburði.

Saeb Erekat, einn af helstu ráðgjöfum Mahmouds Abbas forseta, sagði að Palestínumenn væru reiðubúnir til þess að gera endanlegan friðarsamning.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×