Innlent

Latibær hreppti BAFTA-verðlaunin

Sjónvarpsþættirnir um Latabæ hlutu í gærkvöldi fyrstu verðlaun bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, BAFTA, í flokki alþjóðlegs barnaefnis.

Verðlaun bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar eru ein þau virtustu í heiminum en þau eru veitt árlega við hátíðlega viðhöfn. Þegar tilkynnt var um hver hefði hreppt styttuna eftirsóttu við athöfnina í Lundúnum í gær var spennan rafmögnuð.

Magnús sló á létta strengi eins og honum einum er lagið og gekk á höndum á sviðinum áður en hann veitti sjálfum verðlaununum viðtöku.

Í samtali við fréttastofuna í morgun að þetta væri ómetanleg viðurkenning fyrir sig og sitt starfsfólk. Þátturinn var tilnefndur Emmy-verðlaunanna bandarísku fyrr á árinu og hefur hann nú verið sýndur í 103 löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×