Erlent

Dómstólar staðfesta sigur Kabila

Joseph Kabila, forseti Austur-Kongó.
Joseph Kabila, forseti Austur-Kongó. MYND/AP

Hæstiréttur Austur-Kongó hefur nú lýst Joseph Kabila forseta landsins eftir að dómstóllinn vísaði frá kærum Jean-Pierre Bemba, hans helsta andstæðings. Dómstóllinn kom saman í utanríkisráðuneyti landsins, þar sem að æstur múgur stuðningsmanna Bemba hafði kveikt í húsi hæstaréttar í mótmælum sem voru í vikunni sem leið, og var dómssalarins og kyrfilega gætt af friðargæslumönnum Sameinuðu þjóðanna sem og hermönnum Austur-Kongó.

Lögfræðingar Bemba vildu hins vegar ekki vera viðstaddir tilkynninguna þar sem þeir töldu hana ekki rétta og að rétturinn hefði ekki tekið mið af kröfum skjólstæðings þeirra. Sögðu þeir jafnframt að Bemba myndi gefa út yfirlýsingu von bráðar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×