Það er nokkuð mikið um að vera á Ingólfstorgi þessa dagana eins og vegfarendur hafa eflaust tekið eftir. Þar er verið gera klárt undirlag fyrir skautasvell sem þar á að vera frá 7. desember til 29. desember. Tryggingamiðstöðin stendur að þessu í tilefni af fimmtíu ára afmæli sínu en eins koma Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur að þessu.
Skautaleiga verður við svellið fyrir þá sem ekki eiga slíkan búnað