Erlent

Kerry ekki vinsæll meðal bandarískra kjósenda

Kerry veifar til stuðningsmanna sinna. Hugsanlega var hann líka að kveðja forsetaembættið.
Kerry veifar til stuðningsmanna sinna. Hugsanlega var hann líka að kveðja forsetaembættið. MYND/Vísir

Kjósendur í Bandaríkjunum tóku nýlega þátt í könnun þar sem var metið hversu vel þeir kunnu við hugsanlega forsetaframbjóðendur árið 2008. Alls voru þeir spurðir um 20 hugsanlega frambjóðendur og varð John Kerry, sem tapaði fyrir George W. Bush í kosningunum 2004, neðstur.

Kerry sagði slæman brandara í kosningabaráttu demókrata fyrir þingkosningarnar sem fram fóru í byrjun nóvember og þykir víst að hann sé núna að súpa seyðið af því.

Þykir því æði líklegt að hann muni ekki bjóða sig fram eftir tvö ár. Sá sem efstur varð heitir Rudolph Guiliani og var borgarstjóri í New York þegar hryðjuverkin þann níunda september 2001 áttu sér stað. Annar varð Barack Obama, en ef hann býður sig fram og nær kjöri, yrði hann fyrsti svarti forseti Bandaríkjanna.

Hillary Clinton varð í níunda sæti í könnunni, fjórum sætum á eftir eiginmanni sínum Bill, en talið er hugsanlegt að hann muni bjóða sig fram með henni, sem varaforsetaefni hennar, en bandarísk lög leyfa það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×