Erlent

Bandaríkin vilja alþjóðlegt lið friðargæsluliða til Sómalíu

John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að tillagan yrði lögð fram á næstu dögum.
John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að tillagan yrði lögð fram á næstu dögum. MYND/Getty Images

Bandaríkin ætla sér að koma með tillögu í öryggisráðinu um að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins muni fara til Sómalíu og styðja stjórnvöld þar í baráttu sinni við íslamska uppreisnarmenn. Ástandið á svæðinu hefur verið vægast sagt erfitt og ræður stjórnin í landinu aðeins yfir borginni sem hún situr í og næsta nágrenni.

Skiptar skoðanir hafa þó verið um þetta framtak því Evrópulöndin sem eiga sæti í öryggisráðinu vilja helst ekki senda neinn herafla til svæðins án þess að fyrir liggi samþykki stríðandi aðila. Vilja Evrópulöndin meina að ef þangað sé sent alþjóðlegt friðargæslulið geti átökin versnað og jafnvel breiðst út.

Bandaríkjamenn hafa löngum haldið því fram að uppreisnarmenn í Sómalíu haldi uppi liðsmönnum al-Kaída og er talið að tillagan sé til komin vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×