Innlent

Hátt í 50 ára gömul tæki ófullnægjandi

Leifsstöð. Endurnýja þarf tækjakost flugvallarins í Keflavík segir framkvæmdastjóri.
Leifsstöð. Endurnýja þarf tækjakost flugvallarins í Keflavík segir framkvæmdastjóri.

Tæki og tól á Keflavíkurflugvelli eru allt að fimmtíu ára gömul og þarfnast endurnýjunar. Nauðsynlegt er bregðast við stöðunni sem uppi er til þess að efla öryggi flugvallarins til framtíðar litið. Þetta segir Björn Ingi Knútsson, framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar.

„Eftir að Bandaríkjamenn hófu að draga úr eftirlitshlutverki komu upp vandamál sem við þurfti að bregðast,“ segir Björn Ingi. „Bandaríkjamenn drógu smátt og smátt úr fjárframlögum í verkefni á Keflavíkurflugvelli sem bitnaði á viðhalds- og eftirlitshlutverki. Þeir höfðu um árabil séð vel um flugbrautirnar en síðan fór að halla undan fæti eftir því sem á tímann leið. Það kom upp einu sinni að flugvél rann til á hálli flugbrautinni, vegna þess að brautin hafði ekki verið sandborin, og eftir þetta atvik beittum við okkur fyrir því að eftirlitið yrði hert.“

Björn Ingi segir nauðsynlegt að endurnýja ratsjána sem er á Keflavíkurflugvelli auk annarra tækja sem notuð eru til þess að viðhalda öryggi á vellinum. „Mörg tæki á flugvellinum er orðin gömul. Endurnýja þarf 27 ára gamla ratsjá sem allra fyrst, þó hún sé búin að reynast vel og hafi verið haldið við af góðu starfsfólki um árabil. Það sama á við um snjóplóg sem notaður er á vellinum, en hann er frá árinu 1957. Til þess að flugvöllurinn uppfylli öll öryggis­skilyrði þurfa tækin að vera í takt við nútímaþarfir og ég tel það vera ábyrgðarhluta af minni hálfu að benda á þessi atriði, vegna þess að þetta er alþjóðaflugvöllur þjóðarinnar.“

„Endurnýja þarf 27 ára gamla ratsjá sem allra fyrst, þó hún sé búin að reynast vel og hafi verið viðhaldið af góðu starfsfólki um árabil.“

Björn Ingi Knútsson, framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×