Milljóna fjárveiting vegna Baugsmálsins 8. október 2006 07:30 Sigurður Tómas í héraðsdómi. Sigurður Tómas afhendir lögmönnum ákærðu málsgögn í dómsal. Málið verður tekið til efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Farið er fram á tæplega 21 milljónar króna aukafjárveitingu vegna Baugsmálsins í fjáraukalögum vegna þessa árs. Í frumvarpinu er tekið fram að óskað sé eftir fjárveitingunni vegna kostnaðar við sérstakan ríkissaksóknara, í ótilgreindu dómsmáli sem ríkissaksóknari sagði sig frá, til að virða reglur um hæfi. Í fjáraukalögunum kemur fram að veittar hafi verið um átján milljónir króna árin 2005 og 2006 en heildarkostnaður vegna sérstaks ríkissaksóknara í málinu er áætlaður um 39 milljónir króna um næstu áramót. Kostnaður við rannsókn málsins, sem hófst 28. ágúst 2002 með húsleit í höfuðstöðvum Baugs í Reykjavík, er ekki inni í þessum tölum. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það álitamál hvort réttlætanlegt sé að verða við óskum um fjármagn vegna þessa máls. „Þetta er smánarbrot af þeim óendanlega mikla kostnaði sem þetta mál hefur haft í för með sér, bæði fyrir hið opinbera og þá einstaklinga sem eiga aðild að málinu. Það er orðið afar mikilvægt, að farið verði yfir í smáatriðum hvernig þetta mál er til komið og hvað það hefur kostað hið opinbera, og þar með almenning í landinu. Þetta mál er dómsmálaráðuneytinu til minnkunar og kostnaður fyrir löngu farinn úr hófi fram. Mér finnst það álitamál hvort réttlætanlegt sé að samþykkja frekari fjárútlát að hálfu hins opinbera vegna þessa máls." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur kostnaðinn við Baugsmálið ekki vera kominn úr hófi fram. „Það er ekki verið að borga neitt meira en það sem unnið er, þetta er mikil vinna. Er ekki talað um að aðrir séu að eyða milljörðum króna í þetta mál? Ég sé ekki hvaða mælistiku menn vilja nota í þessu." Þeir átján ákæruliðir sem eftir standa í Baugsmálinu verða teknir fyrir á þriðjudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær málið verður tekið til aðalmeðferðar en það verður líklega ákveðið við fyrirtöku málsins á þriðjudag.Vinnur enn hjá ráðuneytinuJón Þór Ólason, lögfræðingur og aðstoðarmaður Sigurðar Tómasar Magnússonar, saksóknara í Baugsmálinu, er enn starfsmaður dómsmálaráðuneytisins samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.Jón Þór fór í launalaust leyfi þremur dögum áður en Sigurður Tómas tók við málinu. „Ég fór í leyfi þremur dögum áður en ég byrjaði að vinna með Sigurði Tómasi að Baugsmálinu. Ég þigg ekki laun frá ráðuneytinu á meðan ég starfa að þessu máli en fæ þess í stað laun frá saksóknara.“Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að ráðuneytið hafi ekki afskipti af framgangi málsins, en Jakob Möller, lögmaður Tryggva Jónssonar, sagðist í málflutningi fyrr á þessu ári telja ráðuneytið hafa afskipti af málinu þar sem Jón Þór ynni að málinu fyrir hönd saksóknara. Innlent Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Farið er fram á tæplega 21 milljónar króna aukafjárveitingu vegna Baugsmálsins í fjáraukalögum vegna þessa árs. Í frumvarpinu er tekið fram að óskað sé eftir fjárveitingunni vegna kostnaðar við sérstakan ríkissaksóknara, í ótilgreindu dómsmáli sem ríkissaksóknari sagði sig frá, til að virða reglur um hæfi. Í fjáraukalögunum kemur fram að veittar hafi verið um átján milljónir króna árin 2005 og 2006 en heildarkostnaður vegna sérstaks ríkissaksóknara í málinu er áætlaður um 39 milljónir króna um næstu áramót. Kostnaður við rannsókn málsins, sem hófst 28. ágúst 2002 með húsleit í höfuðstöðvum Baugs í Reykjavík, er ekki inni í þessum tölum. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það álitamál hvort réttlætanlegt sé að verða við óskum um fjármagn vegna þessa máls. „Þetta er smánarbrot af þeim óendanlega mikla kostnaði sem þetta mál hefur haft í för með sér, bæði fyrir hið opinbera og þá einstaklinga sem eiga aðild að málinu. Það er orðið afar mikilvægt, að farið verði yfir í smáatriðum hvernig þetta mál er til komið og hvað það hefur kostað hið opinbera, og þar með almenning í landinu. Þetta mál er dómsmálaráðuneytinu til minnkunar og kostnaður fyrir löngu farinn úr hófi fram. Mér finnst það álitamál hvort réttlætanlegt sé að samþykkja frekari fjárútlát að hálfu hins opinbera vegna þessa máls." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur kostnaðinn við Baugsmálið ekki vera kominn úr hófi fram. „Það er ekki verið að borga neitt meira en það sem unnið er, þetta er mikil vinna. Er ekki talað um að aðrir séu að eyða milljörðum króna í þetta mál? Ég sé ekki hvaða mælistiku menn vilja nota í þessu." Þeir átján ákæruliðir sem eftir standa í Baugsmálinu verða teknir fyrir á þriðjudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær málið verður tekið til aðalmeðferðar en það verður líklega ákveðið við fyrirtöku málsins á þriðjudag.Vinnur enn hjá ráðuneytinuJón Þór Ólason, lögfræðingur og aðstoðarmaður Sigurðar Tómasar Magnússonar, saksóknara í Baugsmálinu, er enn starfsmaður dómsmálaráðuneytisins samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.Jón Þór fór í launalaust leyfi þremur dögum áður en Sigurður Tómas tók við málinu. „Ég fór í leyfi þremur dögum áður en ég byrjaði að vinna með Sigurði Tómasi að Baugsmálinu. Ég þigg ekki laun frá ráðuneytinu á meðan ég starfa að þessu máli en fæ þess í stað laun frá saksóknara.“Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að ráðuneytið hafi ekki afskipti af framgangi málsins, en Jakob Möller, lögmaður Tryggva Jónssonar, sagðist í málflutningi fyrr á þessu ári telja ráðuneytið hafa afskipti af málinu þar sem Jón Þór ynni að málinu fyrir hönd saksóknara.
Innlent Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira