Innlent

Krefjast svara um flugöryggi

Flugumferðastjórar Félag íslenskra flugumferðarstjóra fer fram á að flugmálastjóri lýsi því yfir að flugumferðarstjóri verði ekki aftur látinn mæta til vinnu telji hann sig óhæfan til að starfa vegna veikinda.
Flugumferðastjórar Félag íslenskra flugumferðarstjóra fer fram á að flugmálastjóri lýsi því yfir að flugumferðarstjóri verði ekki aftur látinn mæta til vinnu telji hann sig óhæfan til að starfa vegna veikinda.

Félag íslenskra flugumferðarstjóra spyr flugmálastjóra hvort flugumferðarstjóri sem telji sig tímabundið óhæfan til að sinna starfi sínu eigi samt að mæta til vinnu frekar en að tilkynna forföll. Þessi spurning kemur fram í bréfi sem félagið hefur sent Þorsteini Pálssyni flugmálastjóra.

Einnig er Þorsteinn spurður að því hvort hann telji það ásættanlegt og jafnvel æskileg vinnubrögð að stjórnendur íslenskra flugfélaga færu að fordæmi Flugmálastjórnar og þvinguðu flugmenn sína veika til að fljúga með farþega. Þar sé vísað til þess þegar veikur flugumferðarstjóri var látinn vinna við flugumferðarstjórn hinn 31. júlí síðastliðinn.

Farið er fram á að flugmálastjóri lýsi því yfir að flugumferðar­stjóri verði ekki aftur látinn mæta til vinnu telji hann sig óhæfan til að starfa vegna veikinda. Undir bréfið skrifa Loftur Jóhannsson, formaður félagsins, og Stefán B. Mikaelsson ritari.

„Ég hef fengið þetta bréf og er að undirbúa svar mitt við því,“ segir Þorsteinn. „Það verður sent Félagi flugumferðarstjóra á næstu dögum.“ Hann vildi ekki segja á hvaða veg svar hans yrði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×