Tæplega 400 með lífshættulega offitu 14. ágúst 2006 07:30 offituaðgerð á landspítalanum Eftir að byrjað var að gera offituaðgerðir á Landspítalanum fyrir tveimur árum hafa fleiri sótt um að komast að á Reykjalundi. Þrjúhundruð og níutíu manns bíða eftir þjónustu næringarsviðs á Reykjalundi að sögn Hjördísar Jónsdóttur lækningaforstjóra. Nýr ráðningasamningur við heilbrigðisráðuneytið mun fela í sér aukið fjármagn til sviðsins og í kjölfarið má búast við að biðlistarnir styttist. Þeir 390 sem bíða teljast allir vera með lífshættulega offitu og hluti þess hóps hefur áhuga á að komast í offituaðgerð á Landspítalanum. Hjördís segir að eftir að byrjað var að gera offituaðgerðir á Landspítalanum fyrir tveimur árum hafi fleiri sótt um að komast að á Reykjalundi en forsenda þess að komast í aðgerðina er að léttast um ákveðin kílóafjölda. Meðalbiðtími á næringarsviði Reykjalundar eru 10 mánuðir. Þá bíða tæplega 300 manns eftir innlögn á gigtarsviðið á Reykjalundi en Hjördís telur að hluta þeirra sem bíða hafi leitað sér meðferðar annarsstaðar eins og til dæmis á Heilsuhælið í Hveragerði. Um 200 manns bíða eftir innlögn á verkjasviði en þar bíður fólk eftir að komast að í endurhæfingu eftir slys. Hjördís segir hluta þessa fólks óstarfhæft vegna verkja og að meðferð geti verið forsenda þess að það komist út á vinnumarkaðinn. Alls bíða 110 manns eftir að komast að á geðsviði Reykjalundar en þar kemur fólk gjarnan í kjölfar innlagnar á geðdeild LSH til að fá frekari stuðning. Hjördís segir beiðnir inn á hinar ýmsu deildir Reykjalundar í nokkru jafnvægi og að reynt sé að forgangsraða biðlistum hvers sviðs eftir þröfum. Hjördís segir mikilvægt að efla starfsemi sumra sviða á Reykjalundi og nefnir sem dæmi taugasvið en þar kemur fólk sem hlotið hefur taugaskaða í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Þetta er hópur sem þarf að sinna betur en oft er hægt að bæta skaðann sem fólk hefur orðið fyrir með réttri endurhæfingu. Hjördís segir mikilvægt að Reykjalundur sé í góðum samskiptum við heilsugæslustöðvar um allt land og segir að hlutverk stofnunarinnar eigi meðal annars að felast í miðlun upplýsinga. Með þessu fyrirkomulagi er ekki nauðsynlegt að stækka Reykjalund heldur gegnir hann þá hlutverki sérfræðikjarna sem sé í góðum tengslum við aðrar heilbrigðisstofnanir. Innlent Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þrjúhundruð og níutíu manns bíða eftir þjónustu næringarsviðs á Reykjalundi að sögn Hjördísar Jónsdóttur lækningaforstjóra. Nýr ráðningasamningur við heilbrigðisráðuneytið mun fela í sér aukið fjármagn til sviðsins og í kjölfarið má búast við að biðlistarnir styttist. Þeir 390 sem bíða teljast allir vera með lífshættulega offitu og hluti þess hóps hefur áhuga á að komast í offituaðgerð á Landspítalanum. Hjördís segir að eftir að byrjað var að gera offituaðgerðir á Landspítalanum fyrir tveimur árum hafi fleiri sótt um að komast að á Reykjalundi en forsenda þess að komast í aðgerðina er að léttast um ákveðin kílóafjölda. Meðalbiðtími á næringarsviði Reykjalundar eru 10 mánuðir. Þá bíða tæplega 300 manns eftir innlögn á gigtarsviðið á Reykjalundi en Hjördís telur að hluta þeirra sem bíða hafi leitað sér meðferðar annarsstaðar eins og til dæmis á Heilsuhælið í Hveragerði. Um 200 manns bíða eftir innlögn á verkjasviði en þar bíður fólk eftir að komast að í endurhæfingu eftir slys. Hjördís segir hluta þessa fólks óstarfhæft vegna verkja og að meðferð geti verið forsenda þess að það komist út á vinnumarkaðinn. Alls bíða 110 manns eftir að komast að á geðsviði Reykjalundar en þar kemur fólk gjarnan í kjölfar innlagnar á geðdeild LSH til að fá frekari stuðning. Hjördís segir beiðnir inn á hinar ýmsu deildir Reykjalundar í nokkru jafnvægi og að reynt sé að forgangsraða biðlistum hvers sviðs eftir þröfum. Hjördís segir mikilvægt að efla starfsemi sumra sviða á Reykjalundi og nefnir sem dæmi taugasvið en þar kemur fólk sem hlotið hefur taugaskaða í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Þetta er hópur sem þarf að sinna betur en oft er hægt að bæta skaðann sem fólk hefur orðið fyrir með réttri endurhæfingu. Hjördís segir mikilvægt að Reykjalundur sé í góðum samskiptum við heilsugæslustöðvar um allt land og segir að hlutverk stofnunarinnar eigi meðal annars að felast í miðlun upplýsinga. Með þessu fyrirkomulagi er ekki nauðsynlegt að stækka Reykjalund heldur gegnir hann þá hlutverki sérfræðikjarna sem sé í góðum tengslum við aðrar heilbrigðisstofnanir.
Innlent Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent