Innlent

Dregur úr sölu á nýjum íbúðum

MYND/Valgarður

Nýjum fullbúnum íbúðum, sem standa tómar og seljast ekki, fjölgar dag frá degi á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma verður víða vart tómra íbúða í grónum hverfum þaðan sem fólk er flutt í nýjar íbúðir en getur ekki selt þær gömlu.

Þessi mikli samdráttur á fasteignamarkaði sést glöggt af því að aðeins 67 samningum var þinglsýst á höfuðborgarsvæðinu í vikunni eftir verslunarmannahelgina. Það er meira en hundrað samningum færra en í sömu viku í fyrra og 59 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna. Umsvifin núna voru þau minnstu, frá upphafi vikuskráningu Fasteignamatsins fyrir fimm árum, ef frátalin er fjöldi samninga á milli jóla og nýárs árin 2002 og þrjú, en þá voru aðeins tveir og hálfur virkur dagur hvora vikuna. Veltan hefur líka hríð lækkað og fór niður undir tvo milljarða í vikunni eftir verslunarmannahelgi. Eftir að bankarnir hóuf lán til húsnæðiskaupa komst veltan hæst i 37 milljarða króna einn mánuðinn, en er nú komin niður undir tvo, eins og áður sagði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×