Viðskipti erlent

Minni verðbólga á evrusvæðinu

Evrur.
Evrur.

Verðbólga mældist 2,3 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði sem er 0,1 prósenti minna en mældist í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (ESB). Greiningaraðilar segja þetta þrýsta á um að evrópski seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum.

Verðbólgan mældist hæst 2,5 prósent á milli maí og júní og hafði aldrei verið hærri en helsta ástæða þessa var hátt heimsmarkaðsverð á olíu.

Greiningaraðilar spá hægari hagvexti á ársgrundvelli á evrusvæðinu og telja að evrópski seðlabankinn muni ekki hækka stýrivexti í bráð. Bankinn hækkaði síðast stýrivexti sína um 25 punta í byrjun ágúst og standa vextirnir á evrusvæðinu í 3 prósentum en hann mun taka ákvörðun um breytingar á stýrivöxtum síðar í dag.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×