Innlent

Steingrímur afboðaður í Kastljós

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, hefur óskað eftir útskýringum frá útvarpsstjóra á því, að hætt var við að hafa Steingrími í Kastljósi í gær, þar sem hann átti að mæta Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra. Valgerður sat ein fyrir svörum í þættinum

Til stóð að Valgerður og Steingrímu mættust í Kastljósinu til að ræða um meðferð Valgerðar og iðnaðarráðuneytisins á greinagerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings. Steingrímur segir í opnu bréfi til útvarpsstjóra að hann hafi fúslega fallist á að mæta en síðan hafi þáttastjórnandi Kastljóssins haft samband við sig um sex leitið síðdegis til að greina honum frá því að af þessu yrði ekki. Steingrímur segist hafa skilið málið þannig að umræðuefnið hefði verið tekið af dagskrá og var því brugðið þegar hann sá Valgerði Sverrisdóttur eina í Kastljósinu þar sem hún svaraði spurningum þáttastjórnanda. Segir Steingrímur að Valgerður hafi ítrekað vitnað í hann að sér fjarstöddum. Steingrímur segir Ríkissjónvarpið með þessu hafa brugðist skyldum sínum og vitnar í 3. grein útvarpslaga þar sem segir að Ríkisútvarpið skuli halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi til orðs og skoðana og að það skuli gæta fyllsta óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×