Innlent

Dýrasta kvikmynd Íslandssögunnar frumsýnd í kvöld

Kvikmyndin Bjólfskviða var að mestu leyti tekin upp hér á landi og eru Íslendingar í helstu lykilstöðum við gerð myndarinnar. Meðframleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson og Anna María Karlsdóttir en Ingvar Sigurðsson leikur eitt aðalhlutverkanna. Myndin er byggð á sögu frá árinu 800 og gerist í Danmörku.

Tröll, forynjur og víkingar koma við sögu enda þykir myndin líkjast Hringadróttinssögu. Landslagið við Mýrdal er fyrirferðarmikið í myndinni enda var mestur hlutinn tekinn upp þar. Friðrik Þór segist binda miklar vonir við Bjólfskviðu en kvikmyndin er í sýningum í Bandaríkjunum, Kanada og víða í Evrópu um þessar mundir og hefur hlotið góða dóma. Leikarinn Gerald Butler leikur aðalhlutverkið en hann er staddur hér landi vegna frumsýningunarinnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×