Innlent

Alþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga lýkur

Íslendingar hafa safnað ómetanlegri reynslu í alþjóðlegri sprengjueyðingaræfingu sem lýkur í dag. Sprengjusérfræðingar frá erlendum herjum sækja í auknum mæli eftir að komast á æfingar á Íslandi og vex hún ár frá ári að umfangi. Áttatíu sprengjueyðingarsérfræðingar tóku þátt í æfingunni en hún er skipulögð af Landhelgisgæslunni. Hingað til lands komu komu teymi með búnað frá herjum svíja, norðmanna, dana, breta og slóvena. Þessi æfing hefur mikið gildi fyrir sprengusérfræðnga gæslunnar, að sögn Marvins Ingólfssonar, sprengjusérfræðings Gæslunnar. Hann segir að æfingin hafi vaxið að umfangi ár frá ári enda séu hér á landi kjöraðstæður til æfinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×