Sport

Slagsmál í suður-ameríska boltanum

Á meðan allt lék í lyndi í leiknum í gær.
Á meðan allt lék í lyndi í leiknum í gær. MYND/AP

Slagsmál brutust út þegar brasilíska liðið Corrinthians mætti River Plate frá Argentínu í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Copa Libertadores keppninnar í gær. River Plate vann fyrri leikinn 3-2 og voru hreinlega að rúlla Corinthians upp í leiknum í gær. Eftir að Gonzalo Higuin hafði komið River í samanlagt 6-3 þá varð allt vitlaust og dómarinn Carlos Chandia átti ekki neinna kosta völ en að flauta leikinn af. Að minnsta kosti sex manns meiddust, þar af tveir alvarlega. Um 20 óeirðarlögreglumenn komu inn á völlinn og komu dómurum og leikmönnum í öruggt skjól. River Plate er komið áfram í 8-liða úrslit kepninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×