Viðskipti erlent

GM gegn samvinnu

Rick Wagoner, forstjóri General Motors, er sagður mótfallinn samvinnu við Nissan og Renault.
Rick Wagoner, forstjóri General Motors, er sagður mótfallinn samvinnu við Nissan og Renault. Mynd/AFP

Meirihluti stjórnar bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) er mótfallinn samvinnu við franska keppinautinn Renault og japanska bílaframleiðandann Nissan.

Bandaríska dagblaðið Washington Post segist hafa heimildir fyrir því að æðstu stjórnendur GM líti á samvinnu fyrirtækjanna sem aðför að stjórn GM. Muni þeir þrátt fyrir þetta ekki ætla að lýsa yfir andstöðu við samvinnuna fyrirtækjanna á stjórnarfundi GM í á morgun.

Nokkrir stjórnarmanna GM eru fylgjandi samvinnu bílaframleiðendanna sem kem kom upp á borðið á föstudag fyrir viku þegar Kirk Kerkorian, stærsti einstaki hluthafinn í GM, sendi bréf til Rick Wagoners, forstjóra GM, þar sem fram kom að Nissan og Renault hefðu áhuga á samstarfi við GM.

Forstjórar bílaframleiðendanna þriggja funda um samstarfið um miðjan mánuðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×